Færsluflokkur: Bloggar

Iss, er þetta nokkur vandi?


Skemmtilegar myndir

frá liðinni tíð í þessu myndbandi. Kemur á óvart hversu góðar ,,hreyfimyndir" eru til frá þessum tíma.


Ekki snjallt!

Það kæmi mér ekki á óvart ef þeir snillingar sem hanna íslenska umferðarmenningu tækju upp þessa óviturlegu hugmynd:

Ökumenn þyrftu ekki að mæta þessari hindrun mörgum sinnum áður en þeir hætta að taka mark á henni og láta bara vaða! Þessi hugmynd er álíka viturleg og  staðsetning  strætóbiðstöðva í hringtorgum og þrengingum. Ökumenn leitast við að komast fram úr strætisvögnum á milli biðstöðva með  framúrakstri og tilheyrandi hættu fyrir umferð á móti.

Snillingarnir virðast misskilja orðið stoppistöð og halda að strætó eigi að stoppa alla umferð, ekki aðeins vagninn til að hleypa inn og út farþegum.


Öldumælisduflið

sem mælir ölduhæð við Landeyjahöfn, hef ég heyrt að væri staðsett við Surtsey! Er það ekki bara kjaftæði?

Vonandi fer ekki að skorta mjólkurvörur og aðrar nauðsynjar í eyjum, líkt og þekktist í ,,gamla daga''

 



 


mbl.is Herjólfur siglir ekki eftir hádegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú hefði verið gott

að hafa höfn til vara, vegagerðinni lá fullmikið á að slíta samstarfinu við Þorlákshöfn.
Ég óttast að fólk verði ekki eins viljugt að skreppa dagstund til eyja verði ekki tryggt að það komist til baka á ætluðum tíma. 
Þá er bara að draga fram teikningarnar af ferjunni sem fyrirhugað var að smíða og vinda sér í verkið! Hvern dag sem ferðir falla niður glatast verðmæti, það þarf líka að taka með í reikninginn.

 


mbl.is Herjólfur hægði á sér í drullunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega Þjóðhátíð.

Glæsilegt upphaf á yndislegri hátíð. Vonandi verður framhald á þessu góðviðri, þá getur ekkert klikkað.
Eins og fyrirsögn fréttarinnar segir: Ekkert jafnast á við Þjóðhátíð.

ÓSKA ÖLLUM

GLEÐILEGRAR ÞÓÐHÁTÍÐAR.


mbl.is Ekkert jafnast á við þjóðhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málið í hnotskurn!

Þessi mynd Halldórs í Fréttablaðinu 16. þ.m. segir meira en þúsund orð.

LÍÚ

 

 

Rækjuveiðimaður fagnar ákvörðun ráðherra

 


mbl.is Vill fund um rækju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Gróflega sé farið á svig við lögin''

Oft hefur verið hlustað á hvað lagaprófessorinn Sigurður Líndal hefur að segja um hin ólíkustu mál. 
Í viðtali við Pressuna segir hann að allt bendi til þess að orkufyrirtækið Magma Energy hafi farið gróflega á svig við lög þegar skúffufyrirtæki í Svíþjóð var stofnað í þeim tilgangi að fjárfesta í íslenska orkugeiranum.

 

Lesið viðtalið hér.

 

Sigurur_Lndal___jpg_280x800_q95


mbl.is Kanadamenn á hinu gráa EES-svæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyjamenn tína söl!

Félagar í ÁtVR ætla að hittast við Reykjanesvita um hádegi á morgun, 11. júlí og tína söl, að gömlum og góðum sið. 

Veðurspáin er góð, svo nú er bara að hóa í ættingja og vini, fá þá með í för. 
Finna stígvélin, léreftspoka (koddaver) og gúmmíhanska. 
Smyrja nokkrar samlokur, kaffi á hitabrúsa og renna suður á Reykjanes og eiga yndislega stund í skemmtilegum félagsskap.

Nánari upplýsingar má SJÁ HÉR .

 


Viðskiptavinurinn í öndvegi!

Af vefnum Tæknivörur.is:

Hornsteinar félagsins eru:
- Viðskiptavinurinn í öndvegi
- Frumkvæði og kraftur
- Trúnaður og heilindi
- Árangur 

-------------------------------------------------

Þetta er af vefnum Hátækni.is.

Hátækni hefur það að leiðarljósi að bjóða upp á
heildarlausnir fyrir viðskiptavini sína ásamt því að
veita góða þjónustu og stuðning við notendur.

Er nú ekki komið að neytendum að fella sína dóma og

sniðganga þessi fyrirtæki?

 

Nú fer maður að versla meira á netinu.

LIFI AMAZON og E-BAY

 

 


mbl.is Viðurkenna ólöglegt samráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband