30.9.2010 | 22:03
Til að geta veitt svona þjónustu þarf gróða:
Smábátaútgerð í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, fékk afskrifaða 2,6 milljarða króna á síðasta á ári hjá Landsbankanum samkvæmt ársreikningi félagsins. Ári áður en skuldir útgerðarinnar voru afskrifaðar greiddi móðurfélag útgerðarinnar hluthöfum sex hundruð milljónir króna í arð.
Fjölskyldu Halldórs (Ásgrímssonar) gefnir 2,6 milljarðar.
Frá þessu var greint í Kastljósþætti kvöldsins. Þar var greint frá því að Fréttablaðið vakti athygli á miklum skuldum sjávarútvegsfyrirtækisins Nóna ehf. á höfn í Hornafirði. Fyrirtækið skuldaði þá rúma fimm milljarða króna. Skammtímaskuldir fyrirtækisins voru 4,2 milljarðar króna í byrjun síðasta árs og áttu að koma til greiðslu sama ár.
Fyrirtækið tapaði tveimur og hálfum milljörðum króna árið 2008 en fyrirtækið byggir rekstur sinn á tveimur smábátum. Kvótaeign félagsins var metinn á tvo milljarða króna árið 2008.
Stjórnendur Nónu eru þeir sömu og stjórna sjávarútvegsfyrirtækinu, Skinney-Þinganesi á Höfn. Eigendur fyrirtækisins eru meðal annarra afkomendur Ásgríms Halldórssonar, fyrrum Kaupfélagsstjóra á Hornafirði. Ásgrímur var faðir Halldórs Ásgrímssonar fyrrverandi forsætisráðherra. Skinney-Þinganesi var eitt þeirra fyrirtækja sem átti í gegnum eignarhald í öðrum félögum aðkomu að kaupum hins svokallaða S-hóps á Búnaðarbanka Íslands þegar hann var einkavæddur.
Í kringum þá sölu spunnust umræður um hæfi þáverandi ráðherra, Halldórs Ásgrímssonar til að koma að sölunni fyrir hönd ríkisins. Þá átti Halldór rúmlega eitt prósent í fyrirtækinu.....
lesa meira: http://www.dv.is/frettir/2010/9/30/fjolskyldur-halldors-gefnir-26-milljardar/
Hver ég? Ég, kom hvergi nærri, ég vissi ekki neitt.
Ég var á fullu í Írakstríðinu, að bjarga vesalings aröbunum!
![]() |
9,4 milljarða hagnaður Landsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2010 | 15:26
Verum á varðbergi
því innbrot hafa verið nokkuð tíð í Árbænum undanfarið. Ég veit um tvö nýleg tilfelli þar sem öll verðmæti voru hreinsuð út, um hábjartan dag. Nágrannar voru grunlausir þar sem gengið var fumlaust og ákveðið fram og ekkert gaf til kynna að glæponar væru á ferð.
Hvað vita nágrannar sem varla heilsast um hagi hvors annars?
![]() |
Grunsamlegir menn taka myndir af húsum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2010 | 11:50
Skemmtilegar myndir
frá liðinni tíð í þessu myndbandi. Kemur á óvart hversu góðar ,,hreyfimyndir" eru til frá þessum tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2010 | 12:36
Ekki snjallt!
Það kæmi mér ekki á óvart ef þeir snillingar sem hanna íslenska umferðarmenningu tækju upp þessa óviturlegu hugmynd:
Ökumenn þyrftu ekki að mæta þessari hindrun mörgum sinnum áður en þeir hætta að taka mark á henni og láta bara vaða! Þessi hugmynd er álíka viturleg og staðsetning strætóbiðstöðva í hringtorgum og þrengingum. Ökumenn leitast við að komast fram úr strætisvögnum á milli biðstöðva með framúrakstri og tilheyrandi hættu fyrir umferð á móti.
Snillingarnir virðast misskilja orðið stoppistöð og halda að strætó eigi að stoppa alla umferð, ekki aðeins vagninn til að hleypa inn og út farþegum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2010 | 13:48
Öldumælisduflið
sem mælir ölduhæð við Landeyjahöfn, hef ég heyrt að væri staðsett við Surtsey! Er það ekki bara kjaftæði?
Vonandi fer ekki að skorta mjólkurvörur og aðrar nauðsynjar í eyjum, líkt og þekktist í ,,gamla daga''
![]() |
Herjólfur siglir ekki eftir hádegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)