Vestmannaeyingar

gera það ekki endasleppt í félagslífinu, síðustu helgi var „Lokakaffi“ sem Kvenfélagið Heimaey heldur árlega á þessum tíma. 
Næsta laugardag mun Sönghópur ÁtVR halda tónleika í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg 14. maí n.k. kl. 15. Undanfarin ár hefur talsverður hópur Eyjamanna með búsetu á höfuðborgarsvæðinu komið saman annan hvern fimmtudag til að syngja og spjalla yfir kaffibolla. Þær eru ófáar perlunar í tónlistarkistu Eyjanna sem hópurinn hefur úr að velja, það er því mikið tilhlökkunarefni að heyra í sönghópnum á laugardag.

Nánar um tónleikana á vef ÁtVR...


Eyjamenn „slútta“

Sunnudaginn 8. maí kl. 14-17 mun Kvenfélagið Heimaey halda sitt árlega „LOKAKAFFI“ á Grand Hótel. Í mörg ár hafa félagskonur haldið þeim gamla og góða sið að gera sér og okkur dagamun í vertíðarlok með glæstum kaffiveislum.
Áður fyrr hófst vetrarvertíð á Suðurlandi 1. janúar en lauk 11. maí, þann dag gerðu sjómenn og fiskverkafólk sér ævinlega eitthvað til skemmtunar, héldu sín „slútt“ eins og kallað var, þessi siður hefur að mestu lagst af eftir að kvótakerfið var tekið upp. Heimaeyjarkonur viðhalda þessari gömlu hefð með því að halda kaffið þann sunnudag sem kemur næstur lokadegi. Ágóði af kaffisölunni rennur til líknarmála. Að vanda vonast félagskonur til að sem flestir Vestmannaeyingar, vinir þeirra, vandamenn og velunnarar félagsins mæti og eigi með þeim góða stund.   Sjá hér...


SA vill verkföll !!

 
Nú er verkalýðshreifingin að ganga til liðs við stjórnarandstæðinga með því að boða til verkfalla. Það eru margir áratugir síðan verkfallsvopnið var slegið úr höndum launþega með innleiðingu greiðslukorta og ítrekuðum lagasetningum gegn verkföllum.
Samtök atvinnulífsins ætla sér ekkert að semja meðan þessi ríkisstjórn situr, þeirra hlutverk er að skapa sem mesta upplausn í samfélaginu svo ríkisstjórninni verði komið frá.
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að komast til valda með öllum tiltækum ráðum því hér þarf ríkisstjórn sem tryggir hagmuni LÍU, yfirráðum þeirra yfir kvótanum má ekki raska hvað sem það kostar.
Verkföll eru bara einn liður í þessari atburðarás. Verkalýðshreifingin er nú sem oft áður auðsveipt verkfæri í höndum auðvaldsins.
 
mbl.is Lokatilraun í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plottið gengur upp!

Það hefur aldrei verið ætlun SA að semja. Það var fyrir það fyrsta ótrúverðugt hvað þeir ætluðu að koma á móts við kröfur launþega, einkum í ljósi sögunnar.  Þeir settu stjórnvöldum skilyrði sem útilokað er að ganga að, þá geta þeir sagt að það var af völdum ríkistjórnarinnar að samningar náðust ekki.  Helv.... ríkisstjórnin.

Á visir.is má lesa : 
„Heimildir fréttastofu herma að Samtök atvinnulífsins leggi sem fyrr áherslu á að ná niðurstöðu í sjávarútvegsmálinn áður en samkomulag verður undirritað og það þrátt fyrir að um skammatímasamning sé að ræða. Forsvarsmenn samtakanna vilja að samningsaðilar komi sér saman um harðorða yfirlýsingu um starfsaðferðir ríkisstjórnarinnar en á það hafa forystumenn ASÍ ekki viljað fallast.“

 

 


mbl.is Enn fundað í Karphúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nákvæmlega!

Þessi leiðari er ótrúlega upplýsandi. Hvet alla til að lesa hann!

Smelltu hér!

 

 

 

 


Ótrúleg leikni!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband