Sigmundur vill afhjúpa!

Sigmundur Davíð vill afhjúpa hitaeiningar í skyndibita
Skyndibitastaðir upplýsi um magn hitaeininga í réttum sínum.  (Sjá frétt á dv.is)

Er ekki brýnna að Sigmundur Davíð afhjúpi hvað er í gangi hér




Sigmundur Davíð Sigmundsson


Birtingarmynd kreppunnar!

Heyrst hefur af árlegum biðröðum af buguðu fólki með sultardropa á nefinu, berandi aleiguna í plastpokum. Þetta volaða fólk vill tryggja sér miða á einhverja þeirra jólatónleika sem í boði verða fyrir þessi jól. Á síðasta ári voru einungis seldir miðar fyrir tæpar 300 milljónir.

Athyglisvert viðtal við Gauk Úlfsson hér...


Af hverju þegja allir?

Það er merkilegt að fjölmiðlar virðast ekki telja þessi mál verðug umfjöllunarefni!

Maður á ekki orð yfir svínaríið og subbuskapinn sem viðgengst um allt þjóðfélagið.

Við getum þó verið þakklát þeim örfáu mönnum sem nenna að velta við einum og einum steini.

 

  Hér er góður pistill : Pompei spillingarinnar


Sögur og söngvar úr Eyjum á Menningarnótt

Það er margt áhugavert í boði á Menningarnótt 2011, svo veldur næstum valkvíða.
      Einn viðburður öðrum fremur ætti að höfða til Eyjamanna þegar systkinin Halldór Svavarsson og Ólöf Svavarsdóttir kennd við
Byggðarholt munu ásamt Jóni Kr. Óskarssyni fyrrum loftskeytamanni segja sögur úr Eyjum og upplifun þeirra af eldgosinu í Heimaey.

Einnig syngur Söngsveitin Dægurflugurnar m.a. gömul Eyjalög.

                                            meira hér....

Vestmannaeyjar

 

 


Orðljótir menn!

Athyglisvert hvað vel menntaðir menn í áhrifastöðum geta verið miklir „götustrákar“ þegar þeir hafa sleppt skjalatöskunni og tekið af sér bindið. 
Fullvissa þessara manna um eigið ágæti og vammleysi er takmarkalaus, því er ánægjulegt þegar einhver hefur þor og áræði til að draga fram spegilinn og láta þá horfast í augu við sjálfa sig. Ekki skemmir að við hin fáum að gægjast yfir öxl og líta ófagra spegilmynd þessara manna eins og í þessari bloggfærslu.

Glæsileg Harpa.

Full ástæða er til að óska þjóðinni til hamingju með Hörpu þetta glæsilega tónleikahús. Það var vissulega orðið tímabært að almennileg aðstaða yrði sköpuð fyrir tónlist í landinu, eins sést á þeim fjölda sem fylgdist með fyrstu tónleikunum. Víst er að herlegheitin kosta sitt en það  hefur nú ekki alltaf verið horft í peninginn þegar byggð hafa verið mannvirki fyrir önnur áhugamál landsmanna.

EX3hrDARK

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband