16.11.2009 | 13:55
Íslenska þjóðin hagnaðist...
Hvað kosta útflytjendur sem taka stöðu gegn krónunni (sjá hér) hvert heimili á landinu?
Eiga menn með svona siðferðiskennd skilið að fá auðæfi þjóðarinnar í hendurnar?
Íslenska þjóðin hagnaðist líka á risa-lottóvinning.
Það eru fleiri sem hagnast á víkingalottóvinningi sem heppinn eldri hjón í Kópavogi hrepptu í vikunni. Erlendar skuldir íslenskra heimila gætu lækkað um allt að 300 milljónir króna vegna þessa.
Hjónin, sem eru komin á eftirlaunaaldur, unnu rúmlega 107 milljónir króna þegar dregið var í Víkingalottóinu á miðvikudag. Hjónin ætla að deila vinningnum með börnunum sínum fimm.
Vinningsféð kemur að mestu frá Norðurlöndum eða tæpar 100 milljónir króna. Það er greitt í erlendum gjaldeyri sem síðan verður skipt yfir í íslenskra krónur.
Þegar svona stórar upphæðir koma til landsins hefur það jákvæð áhrif á gengi krónunnar. Sérfræðingar - sem fréttastofa hefur talað við - meta að þessi upphæð - eitt hundrað milljónir króna - dugi til að styrkja krónuna um allt að 0,3 prósent.
Þegar krónan styrkist lækka erlendar skuldir heimila sem í dag nema um 300 milljörðum króna.
Svona styrking, þó hún sé ekki mikil dugar til að lækka skuldir heimila í krónum talið um nærr 300 milljónir.
Það eru því fleiri sem græða á Víkingalottóinu en heppnu hjónin í Kópavogi. visir.is 14.11.09
Tengill á fréttina á visir.is
Athugasemdir
Árin 2006-2008 var gengi krónunnar allt, allt of sterkt - haldið uppi á gersamlega fölskum forsendum og útflutningsfyrirtækjunum blæddi út. Nú er gengi krónunnar loksins orðið eðlilegt og þessi fyrirtæki eiga þess kost að vinna upp eitthvað af tapi sukkáranna. Mér finnst það bara hið eðlilegastsa mál.
Púkinn, 16.11.2009 kl. 14:27
Sæll Púki (Friðrik Skúlason). Já, kannski áttu einhver fyrirtæki inni hjá þjóðinni, þó ekki þau sem tóku þátt í sukkinu sem voru nokkuð mörg!
Elías Stefáns., 17.11.2009 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.