Hver er ógnin?

það væri fróðlegt að vita fyrir hverjum við  þurfum vernd? Eftir því sem ég fæ best séð stafar okkur helst hætta af svokölluðum vinaþjóðum sem við erum í hernaðarbandalagi við. Þjóðinni stafar meiri hætta af aðgerðum á fjármálsviði og pólitísku heldur en hernaðarlegu. Eru Norðurlöndin tilbúin að vernda okkur gegn þeim ógnunum?
Eitt er víst Íslenska þjóðin hefur hvorki þörf né efni á að taka þátt í og styrkja heræfingar svokallaðra vinaþjóða.

 


mbl.is Norðurlöndin beri ábyrgð á loftrýmisgæslu við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg ljóst að hvaða þjóð sem er, nema kannski Færeyingar og Grænlendingar, gæti hertekið Ísland og lagt það undir sig.

Þess vegna er okkur nauðsyn á að njóta einhvers konar verndar og þá er ekki verra að það sé meira en ein þjóð að passa okkur, því að ALLAR þjóðir umhverfis okkur gætu vel hugsað sér að ráða Íslandi. Það á líka við um Norðurlandaþjóðirnar, Dani, Svía og Norðmenn. Þess vegna er bara fínt ef þeir fást til að passa okkur hver fyrir öðrum.

Ég óttast stefnu Steingríms J. hvað varðar það að binda íslensku krónuna við þá norsku. Það myndi gera okkur háða Norðmönnum um alla framtíð, sem væri miklu verri kostur en að verða háðir ESB. Engin þjóð í heimi er meiri keppinautar okkar á öllum sviðum en einmitt Norðmenn. Halda menn að það skánaði ef við tækjum upp norska krónu? Ónei. Norðmenn myndu hægt en örugglega herða tökin. Þeir gerðu það fyrir ca. 750 árum og heimurinn er ekkert öðruvísi í dag.

Tenging við Evru veldur ekki beinum yfirráðum neinnar einnar þjóðar yfir okkar hagsmunum. Það er visst öryggi í því fyrir okkur. Frekar Evru en norska krónu. Frekar ESB en Noreg.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 13:59

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Mér þykir Sleggjudómarinn vera með full mikla sleggjudóma gagnvart Norðmönnum.

Hann vill greynilega að allt samningsumboð Íslands við lönd utan Ebé verði í höndum spillingarvaldsins í Brussel.

Hann vill tapa yfirráðum yfir auðlindum landsins.

Hann vill að Ísland skaffi einhverja af sonum og dætrum þessa lands vinnu í væntanlegum evrópuher (sem líklegt er að verði stofnaður innan fárra ára)

Ég las líka einhverntíma um að við fáum ekki að breyta sliddujeppum í alvörujeppa.

og það er hægt að tína fleira til.

Frekar vil ég tengingu við norska krónu en að afsala allveg fullveldinu til Brusselklíkunnar.

Með kveðju og von um frjálst Ísland um aldur og æfi.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 9.2.2009 kl. 14:29

3 identicon

Og ert þú slíkt barn Ólafur að halda að ekkert af þessum ógnum muni steðja að okkur þegar (ekki ef) við verðum komin undir norska krúnu? Ég held að það yrði verra.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 14:48

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég mintist ekkert á að við ættum að segja okkur Noregi á hönd.

Ég talaði bara um tengingu við norska krónu.

Og ef þú værir nógu læs (fullorðinn) þá gætirðu hafa séð og lesið endann á athugasemd minni hér áðan að von mín sé að Ísland yrði frjálst um aldur og æfi.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 9.2.2009 kl. 15:03

5 identicon

Ég er læs Ólafur. Og ég sá þetta niðurlag þitt. Og ég deili þessari von með þér. En ég óttast norska krónu og þau tök á Íslandi sem tenging við hana gæfi Norðmönnum einum. Hættulegt!

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband