30.1.2009 | 01:04
Orrustuþotur vinaþjóða annast loftrýmisvarnir.
Takk, takk, okkur ber vissulega að þakka nágrannaþjóðum okkar að þær sýna okkur þá vinsemd og vináttu að vilja sjá um loftrýmisvarnir yfir landinu, annan hvern mánuð á þessu ári. Ekki getur þessi volaða þjóð séð um það sjálf frekar en margt annað.
Ímyndið ykkur hvaða brjálæði það væri ef við hefðum engar loftrýmisvarnir!
Það er aðeins eitt, nei tvennt sem ég skil ekki, hvað með hina mánuðina, og hverjir ógna landinu?
Athugasemdir
Þetta er góður pistill hjá þér Elías.
kv
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 31.1.2009 kl. 16:35
Takk, Sigmar.
Elías Stefáns., 31.1.2009 kl. 18:58
Sómalskir sjóræningjar, var svarið sem ég fékk hjá einum áhugamanni um herleiðingu landsins, aðspurður hverja hann teldi ógna landinu......
Haraldur Davíðsson, 1.2.2009 kl. 20:34
Góður, en samt ekki sannfærandi skýring því þeir sækjast helst eftir verðmætum?
Elías Stefáns., 1.2.2009 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.