1.2.2011 | 11:30
Er þetta ekki einhver lélegur brandari borgarstjónar?
Hugmyndir borgarstjórnar um niðurskurð til tónlistarmenntunar eru svo út úr kú að maður hallast helst að því að þetta sé bara jók! Má þá líka gera ráð fyrir að sambærilegur niðurskurður verði til íþrótta í borginni. Sömu rök ættu að eiga við þar!
Hér er athyglisverð grein á pressan.is,
sem Sóley Þrastardóttir skrifar. Smelltu hér!
Athugasemdir
Góð grein hjá Sóleyju og rétt. Það ætti náttúrulega að vera akkúrat öfugt. Þe4gar almennt atvinnuleysi er, á að hvetja alla listamen að finna upp á lausnum sbo fólk falli ekki í tilfinningalega kör.
Á krepputímum þarf að setja upp líflegt listamannalíf, konserta, listasöfn, sýningar og hvetja fólk til að skoða söfn og annað í þessum dúr. Og nota helmingi meira í þennan málaflokk þegar það er svona mikil þörf á því eins og núna.
Svolítið hissa á að ekki varð sterkari breyting hjá borgarstjórn eftir að Jón Gnarr hafði eitthvað að segja um málið. Hann skilur alla vega þörfina. En ræður sjálfsagt ekki miklu.
Og tónlistarmenntun. Ef fólk bara vissi um mikilvægi tónlistar og tónlistarmenntunar yfirleitt, þá myndi það gapa. Enn meðan fólk sem menn trúa fyrir skattapeningum sínum eru hálf andlega geldir hver um annan þveran, þá verður þetta svona.
Það væri nær að nota þessa 6 milljarða á ári í listir og listsköpun, enn að henda þeim í kirkju sem gerir lítið sem ekkert fyrir þetta þjóðfélag...
Óskar Arnórsson, 8.2.2011 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.