Til að geta veitt svona þjónustu þarf gróða:

Smábátaútgerð í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, fékk afskrifaða 2,6 milljarða króna á síðasta á ári hjá Landsbankanum samkvæmt ársreikningi félagsins. Ári áður en skuldir útgerðarinnar voru afskrifaðar greiddi móðurfélag útgerðarinnar hluthöfum sex hundruð milljónir króna í arð.

Fjölskyldu Halldórs (Ásgrímssonar) gefnir 2,6 milljarðar.
Frá þessu var greint í Kastljósþætti kvöldsins. Þar var greint frá því að Fréttablaðið vakti athygli á miklum skuldum sjávarútvegsfyrirtækisins Nóna ehf. á höfn í Hornafirði. Fyrirtækið skuldaði þá rúma fimm milljarða króna. Skammtímaskuldir fyrirtækisins voru 4,2 milljarðar króna í byrjun síðasta árs og áttu að koma til greiðslu sama ár.

Fyrirtækið tapaði tveimur og hálfum milljörðum króna árið 2008 en fyrirtækið byggir rekstur sinn á tveimur smábátum. Kvótaeign félagsins var metinn á tvo milljarða króna árið 2008.

Stjórnendur Nónu eru þeir sömu og stjórna sjávarútvegsfyrirtækinu, Skinney-Þinganesi á Höfn. Eigendur fyrirtækisins eru meðal annarra afkomendur Ásgríms Halldórssonar, fyrrum Kaupfélagsstjóra á Hornafirði. Ásgrímur var faðir Halldórs Ásgrímssonar fyrrverandi forsætisráðherra. Skinney-Þinganesi var eitt þeirra fyrirtækja sem átti í gegnum eignarhald í öðrum félögum aðkomu að kaupum hins svokallaða S-hóps á Búnaðarbanka Íslands þegar hann var einkavæddur.

Í kringum þá sölu spunnust umræður um hæfi þáverandi ráðherra, Halldórs Ásgrímssonar til að koma að sölunni fyrir hönd ríkisins. Þá átti Halldór rúmlega eitt prósent í fyrirtækinu.....

lesa meira: http://www.dv.is/frettir/2010/9/30/fjolskyldur-halldors-gefnir-26-milljardar/

Halldor_asgrimsson_jpg_620x1200_q95

 

Hver ég? Ég, kom hvergi nærri, ég vissi ekki neitt.

Ég var á fullu í Írakstríðinu, að bjarga vesalings aröbunum!


mbl.is 9,4 milljarða hagnaður Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mann hundurinn hann á ekki skilið annað en naga bein sem eftir er!

Sigurður Haraldsson, 30.9.2010 kl. 23:19

2 Smámynd: Elías Stefáns.

Ó, nei, þess þarfa hann nú ekki.
Hann er á launaskrá hjá íslensku þjóðinni ,sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Væntanlega með nokkra þúsundkalla á á tímann.

Elías Stefáns., 1.10.2010 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband