11.3.2010 | 14:43
Ekki fallegt ef satt reynist!
Var hryðjuverkastarfsemin ekki fundin upp af Al-Qaida?
http://www.dv.is/frettir/2010/3/11/60-ara-radgata-um-skyndilega-gedveiki-thorsbua-leyst/
11.3.2010 | 14:43
Var hryðjuverkastarfsemin ekki fundin upp af Al-Qaida?
http://www.dv.is/frettir/2010/3/11/60-ara-radgata-um-skyndilega-gedveiki-thorsbua-leyst/
Athugasemdir
Hver svo sem fann upp hryðjuverkastarfsemi, þá var það CIA sem fann upp Al-Qaeda. Upphaflega var þetta heiti á gagnagrunni með nöfnum skæruliða, aðallega frá Saudi-Arabíu, sem Bandaríkjamenn fjármögnuðu og þjálfuðu til að berjast við Rússana í Afghanistan á sínum tíma. Framkvæmdastjóri þessarar hreyfingar var maður að nafni Osama bin Laden, en hann sá um að taka við peningum frá CIA og ráðstafa þeim til vopnakaupa og annarar starfsemi skæruliðanna.
Fréttir af tilraunum CIA með skynvilluefni eru reyndar ekki nýjar af nálinni, rannsóknarverkefnið MK-ULTRA gekk t.d. út á heilaþvott í þeim tilgangi að búa til hinn fullkomna leigumorðingja (Manchurian Candidate), og prófuðu að nota til þess skynvilluefni, dáleiðsluaðferðir o.fl. Stundum voru það jafnvel bara njósnararnir sjálfir sem voru að fikta með þetta án leiðsagnar alvöru vísindamanna, og vinnubrögðin voru eftir því á köflum frekar óvönduð. Í eitt skiptið byrluðu þeir t.d. erlendum sendifulltrúa LSD rétt áður en hann átti að halda ræðu hjá Sameinuðu Þjóðunum, bara til að sjá hversu mikið það skemmdi fyrir málflutningi hans!
Margar af þeim sálfræði- og læknisfræðilegu niðurstöðum sem komu út úr þessum rannsóknum leyniþjónustunnar og öðrum sambærilegum voru svo notaðar til að hanna yfirheyrsluaðferðir sem hefur síðan verið beitt í leynifangelsum Bandaríkjahers (Black sites), Guantanamo fangabúðunum og víðar.
Spurt og svarað:
Hvaða ríki styður mest við bakið á hryðjuverkastarfsemi?
Svar: Saudi-Arabar, helstu bandamenn USA í mið-austurlöndum og góðvinir Bush-fjölskyldunnar.
Hvaða ríki er stærsti framleiðandi og útflytjandi vopnabúnaðar í heiminum?
Svar: Bandaríkin.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.3.2010 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.