Færsluflokkur: Bloggar
30.1.2009 | 01:04
Orrustuþotur vinaþjóða annast loftrýmisvarnir.
Takk, takk, okkur ber vissulega að þakka nágrannaþjóðum okkar að þær sýna okkur þá vinsemd og vináttu að vilja sjá um loftrýmisvarnir yfir landinu, annan hvern mánuð á þessu ári. Ekki getur þessi volaða þjóð séð um það sjálf frekar en margt annað.
Ímyndið ykkur hvaða brjálæði það væri ef við hefðum engar loftrýmisvarnir!
Það er aðeins eitt, nei tvennt sem ég skil ekki, hvað með hina mánuðina, og hverjir ógna landinu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.1.2009 | 19:18
Til fyrirmyndar,
hjá þessum frábæru listamönnum.
Vonandi halda þeir tónleika hér á landi sem fyrst.
Vefsíða hljómsveitarinnar:
![]() |
Afþakkaði tónleikahald í Ísrael |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2009 | 13:46
Hvað ertu að malla?
Vil vekja athygli á nýrri vefsíðu um mat.
Ef þið hafið áhuga á matseld eða einhverju sem tengist mat, smelltu þá á tengilinn:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2009 | 18:26
Varnir Ísraela
gegn ,,grimmilegum árásum palestínumanna'' virðast hafa borið
sæmilegan árangur í gegnum tíðina, miða við þessi kort!!!
Smellið tvisvar á myndina til að skoða betur!
Athyglisvert hvernig byggðir Palistínumanna eru skornar í sundur!
![]() |
Heimsókn Ísraela til Íslands afþökkuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 26.1.2009 kl. 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.11.2008 | 11:06
Gómsætar Sörur.
600 gr. Möndlur
500 gr. Flórsykur
11 12 stk. Eggjahvítur
Möndlurnar malaðar, ekki í duft. Flórsykur sigtaður og bætt í. Eggjahvítur stífþeyttar og blandað varlega saman við. Sett með teskeið á ofnplötu klædda bökunarpappír og bakað við 180°C í u.þ.b. 10 mín. Ef notaður er blástursofn hafið þá hitann u.þ.b. 160°C.
Ca. 200 stk.
Kremið
11 12 stk. Eggjarauður
2 ¼ dl. Strásykur
2 ¼ dl. Vatn
500 gr. Smjör
3 msk. Kakóduft
1 msk. Neskaffi.
Sjóðið vatn og sykur í einskonar síróp. Eggjarauður þeyttar og sírópinu hellt í mjórri bunu út í. Þeytið vel á meðan blandan kólnar, uns hún er ljós og létt. Sigtig kakó og kaffiduftið og hrærið saman við mjúkt smjörið svo verði kekkjalaust og bættið því saman við eggjablönduna. Smyrjið kreminu á botnana á kökunum og frystið.
Þegar kökurnar eru orðnar vel stýfar er kremhlutanum dýft í súkkulaðihjúp sem er gerður úr góðu hjúpsúkkulaði sem er brætt yfir vatnsbaði og haft rétt volgt svo hjúpurinn verði ekki of þunnur. Geymast vel í frysti.
Tekið af vefnum: http://www.maturinn.com/index.htm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2008 | 15:46
Færeyjar er málið!
Íslendingar ferðumst til Færeyja,
þar er vel tekið á móti öllu fólki.
Fljúga til Færeyja: http://www.atlantic.fo/
Sigla til Færeyja: http://www.smyril-line.com/
![]() |
Læri af mistökum Færeyinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2008 | 18:29
Skýr skilaboð til X-D og X-S!
Nú þegar ríkisstjórnin hefur afhent Bretum ákvörðunarvald yfir vörnum landsins er þá ekki full ástæða til að senda stjórnarflokkunum skýr skilaboð og segja sig úr þeim?
Hægt er að segja sig úr Samfylkingunni með því að senda nafn sitt og kennitölu með ósk um úrsögn á þetta netfang: samfylking@samfylking.is
Hægt er að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum með því að senda nafn sitt og kennitölu með ósk um úrsögn á þetta netfang: xd@xd.is
Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur!
![]() |
Kostnaðurinn 25 milljónir - ekki 50 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)