Gómsætar Sörur.

600 gr. Möndlur  
500 gr. Flórsykur
11 – 12 stk. Eggjahvítur  
Möndlurnar malaðar, ekki í duft. Flórsykur sigtaður og bætt í. Eggjahvítur stífþeyttar og blandað varlega saman við. Sett með teskeið á ofnplötu klædda bökunarpappír og bakað við 180°C í u.þ.b. 10 mín. Ef notaður er blástursofn hafið þá hitann u.þ.b. 160°C.
Ca. 200 stk.
Kremið
11 – 12 stk. Eggjarauður
2 ¼ dl. Strásykur
2 ¼ dl. Vatn
500 gr. Smjör
3 msk. Kakóduft
1 msk. Neskaffi.
Sjóðið vatn og sykur í einskonar síróp. Eggjarauður þeyttar og sírópinu hellt í mjórri bunu út í. Þeytið vel á meðan blandan kólnar, uns hún er  ljós og  létt. Sigtig kakó og kaffiduftið og hrærið saman við mjúkt smjörið svo verði kekkjalaust og bættið því saman við eggjablönduna. Smyrjið kreminu á botnana á kökunum og frystið.
Þegar kökurnar eru orðnar vel stýfar er kremhlutanum dýft í súkkulaðihjúp sem er gerður úr góðu hjúpsúkkulaði sem er brætt yfir vatnsbaði og haft rétt volgt svo hjúpurinn verði ekki of þunnur. Geymast vel í frysti.

Tekið af vefnum:       http://www.maturinn.com/index.htm

 


Færeyjar er málið!

 

Íslendingar ferðumst til Færeyja,
þar er vel tekið á móti öllu fólki.

 

Fljúga til Færeyja:   http://www.atlantic.fo/

Sigla til Færeyja: http://www.smyril-line.com/

 

 


mbl.is Læri af mistökum Færeyinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýr skilaboð til X-D og X-S!

 

Nú þegar ríkisstjórnin hefur afhent Bretum ákvörðunarvald yfir vörnum landsins er þá ekki full ástæða til að senda stjórnarflokkunum skýr skilaboð og segja sig úr þeim?

Hægt er að segja sig úr Samfylkingunni með því að senda nafn sitt og kennitölu með ósk um úrsögn á þetta netfang:  samfylking@samfylking.is 

Hægt er að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum með því að senda nafn sitt og kennitölu með ósk um úrsögn á þetta netfang: xd@xd.is


Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur!


mbl.is Kostnaðurinn 25 milljónir - ekki 50 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband