Færsluflokkur: Bloggar

Kjarni málsins

er að það vill gleymast að ALLIR eru hagsmunaaðilar þegar fjallað er um aðild að Evrópubandalaginu, ekki einungis útgerðamenn og bændur.

Hér er mjög góður og upplýsandi pistill um þessi mál:   

                                                                            Lesa hér!                 


Microsoft fær leyfi Sameinuðu Þjóðanna!!!

Microsoft hefur fengið leyfi Sameinuðu Þjóðanna til að yfirtaka Skype. 
 Samkvæmt frétt á visir.is.
Ég er ekki hissa þó Sameinuðu þjóðunum gangi erfiðlega að stuðla að ást og friði milli þjóða heimsins, ef fulltrúarnir eru farnir að deila út hinum og þessum leyfum varðandi markaðsmál! 
Vonandi er þó sem mig grunar, að hér hafi eitthvað skolast til og þetta eigi að vera stofnun á vegum Evrópubandalagsins. Annars veit maður aldrei. Við höfum nú séð hér á landi hve mikil samþjöppun valds getur verið og skelfilegar afleiðingarnar.   
Microsoft - Skype
Steve Ballmer, Microsoft og Tony Bates, Skype.

Sigmundur vill afhjúpa!

Sigmundur Davíð vill afhjúpa hitaeiningar í skyndibita
Skyndibitastaðir upplýsi um magn hitaeininga í réttum sínum.  (Sjá frétt á dv.is)

Er ekki brýnna að Sigmundur Davíð afhjúpi hvað er í gangi hér




Sigmundur Davíð Sigmundsson


Birtingarmynd kreppunnar!

Heyrst hefur af árlegum biðröðum af buguðu fólki með sultardropa á nefinu, berandi aleiguna í plastpokum. Þetta volaða fólk vill tryggja sér miða á einhverja þeirra jólatónleika sem í boði verða fyrir þessi jól. Á síðasta ári voru einungis seldir miðar fyrir tæpar 300 milljónir.

Athyglisvert viðtal við Gauk Úlfsson hér...


Af hverju þegja allir?

Það er merkilegt að fjölmiðlar virðast ekki telja þessi mál verðug umfjöllunarefni!

Maður á ekki orð yfir svínaríið og subbuskapinn sem viðgengst um allt þjóðfélagið.

Við getum þó verið þakklát þeim örfáu mönnum sem nenna að velta við einum og einum steini.

 

  Hér er góður pistill : Pompei spillingarinnar


Sögur og söngvar úr Eyjum á Menningarnótt

Það er margt áhugavert í boði á Menningarnótt 2011, svo veldur næstum valkvíða.
      Einn viðburður öðrum fremur ætti að höfða til Eyjamanna þegar systkinin Halldór Svavarsson og Ólöf Svavarsdóttir kennd við
Byggðarholt munu ásamt Jóni Kr. Óskarssyni fyrrum loftskeytamanni segja sögur úr Eyjum og upplifun þeirra af eldgosinu í Heimaey.

Einnig syngur Söngsveitin Dægurflugurnar m.a. gömul Eyjalög.

                                            meira hér....

Vestmannaeyjar

 

 


Orðljótir menn!

Athyglisvert hvað vel menntaðir menn í áhrifastöðum geta verið miklir „götustrákar“ þegar þeir hafa sleppt skjalatöskunni og tekið af sér bindið. 
Fullvissa þessara manna um eigið ágæti og vammleysi er takmarkalaus, því er ánægjulegt þegar einhver hefur þor og áræði til að draga fram spegilinn og láta þá horfast í augu við sjálfa sig. Ekki skemmir að við hin fáum að gægjast yfir öxl og líta ófagra spegilmynd þessara manna eins og í þessari bloggfærslu.

Glæsileg Harpa.

Full ástæða er til að óska þjóðinni til hamingju með Hörpu þetta glæsilega tónleikahús. Það var vissulega orðið tímabært að almennileg aðstaða yrði sköpuð fyrir tónlist í landinu, eins sést á þeim fjölda sem fylgdist með fyrstu tónleikunum. Víst er að herlegheitin kosta sitt en það  hefur nú ekki alltaf verið horft í peninginn þegar byggð hafa verið mannvirki fyrir önnur áhugamál landsmanna.

EX3hrDARK

 

 


Vestmannaeyingar

gera það ekki endasleppt í félagslífinu, síðustu helgi var „Lokakaffi“ sem Kvenfélagið Heimaey heldur árlega á þessum tíma. 
Næsta laugardag mun Sönghópur ÁtVR halda tónleika í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg 14. maí n.k. kl. 15. Undanfarin ár hefur talsverður hópur Eyjamanna með búsetu á höfuðborgarsvæðinu komið saman annan hvern fimmtudag til að syngja og spjalla yfir kaffibolla. Þær eru ófáar perlunar í tónlistarkistu Eyjanna sem hópurinn hefur úr að velja, það er því mikið tilhlökkunarefni að heyra í sönghópnum á laugardag.

Nánar um tónleikana á vef ÁtVR...


Eyjamenn „slútta“

Sunnudaginn 8. maí kl. 14-17 mun Kvenfélagið Heimaey halda sitt árlega „LOKAKAFFI“ á Grand Hótel. Í mörg ár hafa félagskonur haldið þeim gamla og góða sið að gera sér og okkur dagamun í vertíðarlok með glæstum kaffiveislum.
Áður fyrr hófst vetrarvertíð á Suðurlandi 1. janúar en lauk 11. maí, þann dag gerðu sjómenn og fiskverkafólk sér ævinlega eitthvað til skemmtunar, héldu sín „slútt“ eins og kallað var, þessi siður hefur að mestu lagst af eftir að kvótakerfið var tekið upp. Heimaeyjarkonur viðhalda þessari gömlu hefð með því að halda kaffið þann sunnudag sem kemur næstur lokadegi. Ágóði af kaffisölunni rennur til líknarmála. Að vanda vonast félagskonur til að sem flestir Vestmannaeyingar, vinir þeirra, vandamenn og velunnarar félagsins mæti og eigi með þeim góða stund.   Sjá hér...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband