Samstaða!!

Það verður fróðlegt að sjá hvort sjómenn standi þéttar að baki LÍÚ á Austurvelli á fimmtudag en eigin stéttarfélögum þegar þau hafa átt í deilum við útgerðamenn. Samstaða sjómanna hefur sjaldnast verið til staðar, því hafa útgerðamenn einhliða getað rýrt kjör sjómanna á ýmsan máta, í gegnum tíðina.

Ég tek mér bessaleyfi og birti hér mjög góðan pistil í heild sinni eftir
Birgi Kristbjörn Hauksson.

HÉR_ er tengill á bloggið hans.

Sjómaður stígur fram.

„Nú er hafinn allsherjar herkvaðning Sægreifana og skal nú ráðist fram með offorsi kjafti og klóm.

Ekki er laust við að hugtakið „sókn er besta vörnin“ hafi komið upp í huga manns er maður heyrði af fundinum dramatíska í Vestmannaeyjum þann 21. janúar sl. Þar sem bæjarstjóri Vestmannaeyjar, steig fram og reyndi að sannfæra okkur um að hann talaði máli fisverkafólks og sjómanna.

Nú tekur steininn úr og við sjáum í raun, grímulaust hvað gengið er langt í að verja sérhagmuni þessarar elítu sem hefur skuldset greinina með kaupum á bílaumboðum, hrossabúgörðum, glerhöllum hér í Rvk, Vöndlum og vindlingum og hvað þetta heitir alltsaman sem við venjulegt fólk hefur ekki neinar forsendur né vilja til að skilja.

Þessi elíta hefur dinglað í einhverskonar yfirstéttar útópíu lífi, kostuðu af leigu og sölu á kvóta.

Hvað hefur allt þetta brask og hégómi með útgerð að gera?

Þeir hittu svo sannarlega sannleikann í hjartastað þeir Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor „Samhengi hlutanna“og Kristinn H. Gunnarsson, fv. alþingismaður „Allt rangt hjá Þorsteini“ í Fréttablaðinu 31. maí sl. [Sjá hér og hér.]

Það er alkunna að sjómenn og fiskverkafólk eiga ekki svo gott með að láta í ljós skoðanir sínar á kvótabraskinu.

Í umræðunni um brottkastið undanfarin ár hafa sárafáir sjómenn stigið fram og vitnað um brjálæðið.

Ég þekki þetta persónulega sjálfur hafandi búið í 18 ár í miðlungsstóru sjávarplássi þar sem ég var til sjós hjá stærstu útgerðaraðilunum auk þess að starfa við eigin rekstur í veitinga og gistihúsageiranum.

Það hefði ekki hvarflað að manni að gagnrýna eitt né annað opinberlega eins og undirritaður gerir hér.

Það þarf enginn að efast um skoðanir venjulegs fólks á háttalagi og málflutningi þessara manna.

Öll þjóðin er búinn að fá upp í kok. Það er búið að þvæla og flækja sáraeinfaldan hlut, beita ósvífnum hræðsluáróðri um sviðinn sjávarpláss og allsherjar gjaldþroti með fólksflótta, atvinnuleysi og hörmungum.

Fari þeir þá bara á hausinn.

Skipin og húsin, mannskapurinn og verkkunnáttan fara ekki neitt og verða ekki af fólkinu tekinn.

Varla sökkva hrúðurkallar skipum eða fullkominn frystihús fúna sundur.

Þessir menn kaupa pólitíkusa gegnum prófkjör, lána þeim fé á vildarkjörum, dæla fjármunum í flokka og síðastliðin misseri þegar tók að kreppa að þeim var vopnabúrið styrkt með Moggakaupum og til öryggis var Hrunameistari no.1 settur í ritstjórastólinn.

Hafinn var kerfisbundinn heilaþvottur þess efnis að ekki sé hægt að breyta neinu, kvótinn sé veðsett eign og búin að ganga kaupum og sölum í fleiri ár.

Að ekki sé hægt að taka kvótann af einhverjum sem keypti hann af öðrum og svo koll af kolli.

Þetta kallast að slá ryki í augu okkar og til þess fallið að drepa málinu á dreif.

Við vitum öll hver á fiskinn í sjónum.

Hvernig er mögulega hægt að þvæla meira með þetta.

Þessir menn hafa hreinlega verið að versla með þýfi með fulltingi banka, fæ ég ekki betur séð.

Í smáauglýsinga dálkum á netinu er eftirfarandi tilkynning frá lögreglunni:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að vera á varðbergi gagnvart þýfi og hafa samband ef grunsemdir vakna. Ennfremur er minnt á ábyrgð þess sem kaupir þýfi.“

Grunlausir kaupendur hafa þurft að afhenda varning (Þýfi) og staðið uppi með sárt ennið ef ekki hefur verið hægt að lögsækja seljandann (Þjófinn)

Framkoma þessara manna gagnvart réttkjörnum stjórnvöldum sem voru kosin meðal annars til að leiðrétta þessa vitleysu er fáheyrð.

Hér fer fámennur hópur fólks sem stendur upp í hárinu á stjórnvöldum og hótar efnahagslegum hryðjuverkum.

Frekjan, hrokinn, siðblindan og yfirgangurinn er algjör.

Ekki er nóg með að búið er að ganga ógætilega um auðlindina með brotkasti og illa skipulagðri sókn í tegundir á röngum árstíma.

Ætlunin er hreinlega að ræna henni með ofbeldi.

Nei ykkur er ekki vorkunn að greiða uppsett gjald og sætta ykkur við töluvert minni gróða, hvort þið sitjið uppi með 3 krónur, 7 krónur eða 2,30 krónur í hreinan hagnað er ekki ykkar að ákveða né koma í veg fyrir.

Við sem þjóð höfum til þess Stjórnvald sem heitir Alþingi og þó að margt megi um það deila þá er það ekki lengur í skúffum Viðskiptaþings eða LÍU.

Nú ríður á að við venjulegt fólk í landinu snúum bökum saman og verjumst árásum þessara manna sem með braski sínu og niðurrifi góðra gilda eiga sinn þátt í því hvernig komið er fyrir landi okkar og þjóð.“

Skrifaði Birgir Kristbjörn Hauksson.

Greinaskilin sem gera pistilinn læsilegri eru verk Illuga Jökulssonar, einnig setti hann inn tenglana. „Tilgangurinn helgar meðalið“ því fyrirgefst mér vonandi notkunin.


Verður NASA rifið fyrir þetta laufabrauð?

Getur verið að það eigi að planta þessu ferlíki á Ingólfstorg?

Stórslys í uppsiglingu ef þessar myndir segja eitthvað um það sem er í bígerð!

ingólf2

ingólf3

Getur verið flott bygging en passar ekki á þessum stað. 
Sjá meira hér:    http://www.psfk.com/2012/05/hotel-public-space.html

nasa

 
Nasa er kannski ekki eins mikil bygging en „oft er minna meira“!


ingólf1

Þetta er nú dálítið huggulegra fyrir þetta svæði, að mínu mati. 


Stríð!

Útgerðarmenn standa í hörðu áróðursstríði um kvótamálin, þetta auglýsingaflóð er (sem) heilaþvottur og kostar ábyggilega fúlgur fjár! Miða við harmagrátinn sem hefur hljómað undanfarið um bága skuldastöðu útgerðanna undrar mig að þeir hafi efni á þessu. Skiptir kannski litlu máli fyrir þá, ÞÚ borgar þegar skuldirnar verða afskrifað (aftur)!
Hér er snilldar úttekt á þessum málum, hverjum manni hollta að lesa:

http://www.dv.is/leidari/2012/5/11/vid-utgerdarmenn/ 

útgerð


Eyjamenn halda upp á Lokadaginn

Vetrarvertíð á Suðurlandi lýkur 11. maí samkvæmt hefð, síðustu árin hafa skil milli úthalda verið heldur að þurrkast út. Það þótti góður siður að gera sér dagamun í tilefni vertíðarloka, sú hefð hefur verið á undanhaldi eins og svo margt annað. Eyjamenn láta sjaldan gott tækifæri til að slá upp skemmtun fara til spillis, þetta árið verður þar engin breyting á.

Sönghópur ÁtVR 

Laugardaginn 12. maí kl. 15 heldur
Sönghópur ÁtVR tónleika í kirkju Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56. (Sjá kort)
Fimm manna hljómsveit leikur með Sönghópnum.

Gísli HelgasonFyrri hluti tónleikanna
verður tileinkaður Gísla Helgasyni og lögum hans
en í seinni hlutanum verða flutt ýmis Eyjalög. 

Hafsteinn G. Guðfinnsson



Stjórnandi er
Hafsteinn G. Guðfinnsson.

Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn og
kostar miðinn 2000 krónur.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Sjá heimasíðu ÁtVR   hér._

_____________________________________________

Að kvöldi 12. maí verður
Eyjakvöld á skemmtistaðnum SPOT, Bæjarlind 6 Kópavogi.(sjá kort)
Á Eyjakvöldum koma kynslóðirnar saman, syngja og dansa eins og enginn sé morgundagurinn.
Þar stíga á stokk Sönghópurinn Blítt og Létt, Bjartmar Guðlaugs, hljómsveitirnar Dans á rósum og Stertimenni. Sjá nánar um þennan viðburð  hér.

____________________________________________

Ekki er allt upp talið enn!

Sunnudaginn 13. maí heldur
Kvenfélagið Heimaey sitt árlega „LOKAKAFFI“ kl. 14 til 17 á Grand Hotel, Sigtúni 38 (Sjá kort). Einstaklega glæsilegt veislukaffi og skemmtileg dagstund.

Eins og sjá má af þessari upptalningu þá eiga Vestmannaeyingar og vinir viðburðarríka helgi fyrir höndum.


Eilíft djamm á Eyjamönnum!

Eyjamenn eru ekki þekktir fyrir að liggja á liði sínu þegar kemur að því að gera sér glaðan dag. Sönghópurinn Blítt og Létt frá Vestmannaeyjum ætlar að leggja í víking og herja á frændur okkar Færeyinga í næsta mánuði, en fyrst munu þeir skemmta okkur meginlandsbúum á laugardaginn 17. mars í Fjörukránni í Hafnarfirði. (Sjá kort)
Þar verður vakin upp þessi einstaka Eyjastemning og sönggleði sem sönghópurinn BLÍTT OG LÉTT hefur leitt á Kaffi Kró mánaðarlega undanfarin misseri. Oftast hefur verið fullt út úr dyrum á þessum kvöldum og dæmi þess að fólk komi frá fastalandinu til að upplifa stemninguna. Eyjalögin fallegu eru í aðalhlutverki, textum varpað á vegg svo allir geta sungið með.
Dagskráin hefst kl. 22:00
Almennt verð 1.500 krónur.

Félögum í ÁtVR býðst glæsilegt TILBOÐ í mat og skemmtun sem vert er fyrir félagsmenn að skoða.

Lesa meira á vef ÁtVR...

Sönghópurinn Blítt og létt


 

Vestmannaeyingar minnast

giftusamlegrar björgunar gosnóttina forðum,
                            með glæsilegri dagskrá n.k. sunnudag.


Goskaffi ÁtVR 2012


 

Vegvísir


Næstkomandi sunnudag 22. janúar kl. 16:00 hittast Eyjamenn og aðrir áhugasamir í Volcano House, Tryggvagötu 11, ( Sjá kort )
taka létt spjall yfir kaffibolla og ljúfengu meðlæti.  
Kaffi ásamt tertusneið kr. 1.000.-


Guðmundur Sigfússon, ljósmyndari
rifjar upp gostímann í máli og myndum.

Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, fréttamaður
segir frá sinni upplifun í gosinu, m.a. frá
undirbúningi fermingarbarna gosárið.


Allir velkomnir.

 Stjórn ÁtVR


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband